Steinsteypufélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Steinsteypudagurinn
    • Steinsteypudagur 2020
    • Steinsteypudagur 2019
    • Steinsteypudagur 2018
    • Steinsteypudagur 2017
    • Steinsteypudagur 2016
    • Steinsteypudagur 2015
    • Steinsteypudagur 2014
    • Steinsteypudagur 2013
    • Steinsteypudagur 2012
    • Steinsteypudagur 2011
    • Steinsteypudagur 2010
    • Steinsteypudagur 2009
    • Steinsteypudagur 2008
    • Steinsteypudagur 2007
    • Steinsteypudagur 2006
    • Steinsteypudagur 2005
    • Steinsteypudagur 2004
    • Steinsteypudagur 2003
    • Steinsteypudagur 2002
  • Fréttabréf
  • Steinsteypuverðlaunin
    • Steinsteypuverðlaunin 2019
    • Steinsteypuverðlaunin 2015
    • Steinsteypuverðlaunin 2013
    • Steinsteypuverðlaunin 2011
    • Steinsteypuverðlaunin 2010
  • Nemendaviðurkenningar
  • Um félagið
    • Stjórn félagsins
    • Lög félagsins
    • Stofnfundur félagsins
    • Heiðursfélagar
  • Tenglar
  • Styrktarmeðlimir
  • Gerast félagi

Þemafundur – Er steypan umhverfisvæn?

17/2/2021

0 Comments

 
Þann 19. janúar síðastliðinn hélt Steinteypufélag Íslands sinn fyrsta þemafund ársins 2021. Var hann haldin í fjarfundi vegna aðstæðna og bar yfirskriftina „Er steypan umhverfisvæn?“. Mæting var mjög góð eða yfir 40 manns sem tóku sér tíma til að vera með.

Á fundinum voru haldin þrjú erindi og opin umræða á eftir. Fundarstjóri var Ingunn Loftsdóttir, varaformaður Steinsteypufélagsins. Fyrsta erindið var haldið af John-Erik Reiersen sem starfar fyrir Betongelementforeningen í Noregi sem bar yfirskriftina „Competition based on knowledge based parameters or by perceptions alone?“. Fjallaði hann um þær áskoranir sem fylgja umræðu um umhverfismál og mismunandi tegundir byggingarefnis, sérstaklega þegar litið er til steinsteypu og timburs. Þar lagði hann sérstaka áherslu á nauðsyn þess að allar umræður og ákvarðarnir byggi á rannsóknum og staðreyndum, og að þar verði steypuiðnaðurinn að taka þátt og leggja sitt af mörkum.

Sigríður Ósk Bjarnadóttir verkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf fylgdi í kjölfarið með fyrirlesturinn „Hvernig náum við markmiðum um kolefnishlutleysi í steinsteyptum mannvirkjum?“ þar sem hún fjallaði um að hugsa þyrfti alla mannvirkjagerð heildrænt, frá vöggu til grafar. Ekki er eingöngu hægt að hugsa um kolefnisspor við byggingarframkvæmdir og rekstur, heldur einnig þegar kemur að rifi og hvort hugsa ætti öll mannvirki þannig að hægt verði að endurnýta stóran hluta af efnivið þegar líftíma þeirra lýkur.

Að lokum kom Smári Valgarðsson hjá BM Vallá með fyrirlesturinn „Umhverfislýsing á íslenskri steypu“ en BM Vallá er búið að vera í vinnu við að útbúa svokölluð EPD, eða umhverfislýsingu fyrir sínar vörur. Um er að ræða skjal sem gefur staðfestar upplýsingar um umhverfisáhrif yfir vistferil vörunnar og er mikilvægt innlegg til að hægt sé að byggja umræðu og hönnun á staðreyndum en ekki tilfinningu.

Að loknum fyrirlestrum voru líflegar umræður og ljóst að það er mikilvægt að halda henni áfram. Hér að neðan má nálgast fyrirlestrana á pdf formati og einnig er linkur hér fyrir neðan á youtube síðu félagsins en þar má finna upptökur af fyrirlestunum þremur.
 
John-Erik Reiersen: „Competition based on knowledge based parameters or by perceptions alone?“

Sigríður Ósk Bjarnadóttir: „Hvernig náum við markmiðum um kolefnishlutleysi í steinsteyptum mannvirkjum?“

Smári Valgarðsson: „Umhverfislýsing á íslenskri steypu“

 
Youtube síða félagsins
​

0 Comments

Rafrænn fundur í næstu viku og Steinsteypudeginum frestað

14/1/2021

0 Comments

 
Kæru félagar,
 
Eins og staðan er í samfélaginu í dag þá sjáum við okkur ekki annað fært en að fresta Steinsteypudeginum í ár, venjan er að halda Steinsteypudaginn þriðja föstudaginn í febrúar. Steinsteypudagurinn er ekki bara dagur fullur af áhugaverðum fyrirlestrum heldur einnig frábært tækifæri til að hitta aðra í bransanum og skrafa saman um öll þau áhugaverðu málefni sem verið er að taka á hverju sinni. Meðan staðan er svona þá teljum við að það sé betra að fresta deginum og vonandi getum við haldið daginn hátíðlegan með haustinu.
 
Þess í stað og í ljósi þess að fyrsti rafræni þemafundur félagsins gekk svona glimrandi vel í nóvember, höfum við ákveðið að halda reglulega rafræna þemafundi og taka á mismunandi málefnum hverju sinni. Næsti þemafundur verður haldinn þriðjudaginn 19. janúar og er yfirskriftin “Er steypan umhverfisvæn?”. Þrír fyrirlesarar munu taka til máls: John-Erik Reiersen hjá Betongelementforeningen í Noregi, Sigríður Ósk Bjarnadóttir hjá VSÓ Ráðgjöf og Smári Valgarðsson hjá BM Vallá. Fundarstjóri verður Ingunn Loftsdóttir, varaformaður Steinsteypufélagsins. Hlökkum við til að sjá sem flesta á þessum næsta þemafundi og munum við halda ykkur upplýstum um næstu fundi sem og önnur störf félagsins með reglulegum fréttum.
 
Hlekk á fundinn má finna hér og með því að smella á auglýsinguna þá opnast hún í nýjum glugga. 
​
Picture
0 Comments

Fréttir af starfi félagsins

2/12/2020

0 Comments

 
​Í haust tók við ný stjórn Steinsteypufélagins. Aðalbreytingar á stjórn frá því í fyrra eru þær að Karsten Iversen hætti í stjórn og inn í staðinn kom Börge Johannes Wigum. Lárus Helgi Lárusson færði sig úr varastjórn yfir í aðalstjórn og Guðbjartur Jón Einarsson fór úr aðalstjórn yfir í varastjórn. Á fyrsta fundi félagsins skipti stjórnin með sér verkum. Börge var kosinn formaður félagsins og Ingunn varaformaður. Erla Margrét Gunnarsdóttir var áfram ráðin framkvæmdastjóri félagsins.
​
Picture

Starf félagins hefur verið talsvert öðruvísi í ár heldur en undanfarin ár. Aðalfundurinn var ekki haldinn fyrr en í haust og hafa allir stjórnarfundir verið haldnir rafrænt. Það hefur gengið glimrandi vel og því var ákveðið að prufa að halda opinn rafrænan fund í fyrsta sinn í sögu félagsins þriðjudaginn 24. nóvember síðastliðinn.
 
Yfirskrift fundarins var “Steinefni í steinsteypu” og voru fyrirlesarar þrír: Börge Johannes Wigum var fundarstjóri og reið einnig á vaðið og ræddi um framleiðslu og notkun steinefna í steinsteypu. Hann setti taktinn strax í byrjun með að tala um mikilvægi þess að þegar rætt erum steinefni að kalla þau ekki fylliefni eins og áður var gert. Þar á eftir kom Alexandra Björk Guðmundsdóttir, jarfræðingur hjá BM Vallá og talaði um prófunaraðferðir og kröfur til steinefna í steinsteypu. Að lokum tók til máls Andri Jón Sigurbjörnsson jarðfræðingur hjá Steypustöðinni um notkun og áhrif mismunandi steinefna í ferksteypu. Fyrirlestrana má nálgast hér að neðan á pdf formi og einnig er félagið nú komið með youtube rás og þar eru upptökur af tveimur fyrirlestrunum.
 
Óhætt er að segja að frábær mæting var að á þennan fyrsta rafræna fund félagsins en um 35 manns mættu og skapaðist mjög góð umræða eftir fyrirlestrana. Var félagið hvatt til að halda fleiri rafræna fundi og var sérstaklega óskað eftir fundi um umhverfismál og umhverfisáhrif steypu.
 
 
Það sem er helst á döfinni hjá stjórninni þessa dagana annars hefur verið útsending á félagsgjöldum, umræður um framtíð rannsókna og áframhaldandi vinna í menntamálum. Að venju er svo vinna hafin við að undirbúa Steinsteypudaginn og safna greinum í Sigmál, fréttabréf félagsins. Þess ber helst að nefna að á næsta ári verður félagið 50 ára og því tækifæri til að vera sýnilegri og halda áfram og gera betur í því góða starfi sem félagið hefur verið að sinna.
 
 
Steinefni í steinsteypu, fyrirlestrar:
 
Framleiðsla og notkun steinefna í steypu
– Børge Johannes Wigum, jarðverkfræðingur, Hornsteinn/HeidelbergCement Northern Europe.


Prófunaraðferðir og kröfur til steinefna í steinsteypu 
- Alexandra Björk Guðmundsdóttir, jarðfræðingur – BM Vallá.


Notkun og áhrif mismunandi steinefna í fersksteypu
- Andri Jón Sigurbjörnsson, jarðfræðingur – Steypustöðin.
0 Comments

Opinn fundur: Steinefni í Steinsteypu

6/11/2020

0 Comments

 
Kæru félagar, 

Þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi mun Steinsteypufélag Íslands standa fyrir opnum fundi um Steinefni í Steinsteypu. Fundurinn verður rafrænn í gegnum Teams og hefst hann klukkan 10 og stendur til 11.30.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

Framleiðsla og notkun steinefna í steypu
– Børge Johannes Wigum, jarðverkfræðingur, Hornsteinn/HeidelbergCement Northern Europe.

Prófunaraðferðir og kröfur til steinefna í steinsteypu 
- Alexandra Björk Guðmundsdóttir, jarðfræðingur – BM Vallá.

Notkun og áhrif mismunandi steinefna í fersksteypu
- Andri Jón Sigurbjörnsson, jarðfræðingur – Steypustöðin.

Umræður

Hlekk á fundinn á Teams má finna HÉR.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur: steinsteypufelag@steinsteypufelag.is

Hlökkum til að sjá sem flesta á fyrsta opna rafræna fundi Steinsteypufélagsins. 

Picture
0 Comments

Aðalfundur 2020

3/9/2020

0 Comments

 
Kæru félagar, 

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2020 verður haldinn fimmtudaginn 10. september næstkomandi kl. 17 á skrifstofu Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi

​
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:


1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga
3. Lagabreytingar
Ein tillaga hefur borist stjórn um lagabreytingu "Að einstaklingar eldri en 65 ára greiði ekki félagsgjald" og verður tillagan tekin fyrir á fundinum. 
4. Kosning stjórnarmanna
5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga
6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga
7. Önnur mál ​

​
Kær kveðja,
Stjórnin
0 Comments

Steinsteypudagurinn 21.febrúar - Skráning er hafin!

9/2/2020

0 Comments

 
Kæru félagar, 

Skráning er hafin á Steinsteypudaginn 2020 sem haldinn verður þann 21.febrúar næstkomandi. Við verðum með stútfulla og æsispennandi dagskrá yfir allan daginn og ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Með því að smella á myndina hér að neðan þá opnast dagskráin í nýjum glugga. 

Skráning á steinsteypufelag@steinsteypufelag.is fyrir 17.febrúar.

Endilega látið fylgja með kennitölu og heimilisfang, sem og nafn, kennitölu og heimilisfang greiðanda ef annar en þáttakandi.

​Bendum á að eins og oft áður er frítt fyrir nemendur í boði Aalborg Portland, Sementsverksmiðjunnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

​

Picture
0 Comments

Nemendaviðurkenningar Steinsteypufélags Íslands

3/2/2020

0 Comments

 
Viðurkenning til námsmanna sem klárað hafa lokaverkefni á sviði steinsteypu.

Steinsteypufélag Íslands veitir árlega viðurkenningar til námsmanna, sem hafa klárað lokaverkefni sín í tækniskóla eða í háskóla. Áskilið er að verkefnið fjalli um grunnrannsóknir á steinsteypu eða tengt notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður.
 
Umsóknum skal skilað fyrir 10. febrúar, til Steinsteypufélags Íslands, á tölvupósti: steinsteypufelag@steinsteypufelag.is. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Í umsókn skal m.a. koma fram nafn umsækjanda, heiti verkefnis ásamt ítarlegri lýsingu, heiti stofnunar sem verkefnið var unnið við og nafn/nöfn leiðbeinanda.

Þeir nemendur sem hljóta viðurkenningu frá félaginu munu fá tækifæri til að kynna verkefnin sín á Steinsteypudeginum sem haldinn verður þann 21. febrúar næstkomandi. 

 
Með bestu kveðju, 
Stjórn Steinsteypufélags Íslands
0 Comments

Aðalfundur 2019

1/5/2019

0 Comments

 
Kæru félagar, 

Aðalfundur Steinsteypufélags Íslands 2019 verður haldinn fimmtudaginn 9. maí næstkomandi kl. 17 á skrifstofu Mannvits, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi

​
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:


1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnarmanna
5. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga
6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga
7. Önnur mál
 

​
Kær kveðja,
Stjórnin
0 Comments

Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019

15/2/2019

0 Comments

 
Steinsteypuverðlaunin 2019 voru veitt við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum á Grand Hótel í dag, þann 15. febrúar 2019 en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
 
Í ár bárust félaginu 13 tillögur og af þeim þrettán tillögum voru valin fimm mannvirki til að skoða betur: Ástjarnarkirkja – Safnaðarheimili, Bláa Lónið Retreat – Hótel og heilsulind – áhersla á mynsturvegg, Brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, Búrfellsstöð II – Stoðveggur úr vistvænni steypu og Guðlaug við Langasand á Akranesi.
 
Að þessu sinni var það Bláa Lónið Retreat, Hótel og Heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, sem hlaut verðlaunin. Það er álit dómnefndar að steinsteypa nýtur sín vel á mörgun stöðum í byggingunni, að innan sem utan, og einstaklega vel hafi tekist til við framkvæmd á mynsturveggnum sjálfum. Mikil áhersla er á frumleika og er hönnun og framkvæmd framúrskarandi. Eldvörp (Bláa Lónið) er eigandi verksins. Um hönnun sáu Basalt Arkitektar og Efla verkfræðistofa, framkvæmd var í höndum JÁVERK og steypan í mannvirkið kom frá Steypustöðinni.
 
Stjórn Steinsteypufélags Íslands sá um að velja mannvirkið sem hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019. 

Við óskum öllum þeim sem komu að mannvirkinu innilega til hamingju með vel verðskulduð verðlaun. 
​
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Steinsteypuverðlaunin 2019 - Tilnefningar

12/2/2019

0 Comments

 
​Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar, enda er steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga.
 
Á föstudaginn næsta, þann 15.febrúar verður Steinsteypudagurinn 2019 haldinn hátíðlegur á Grand Hótel. Þar verður veitt viðurkenning fyrir steinsteypt mannvirki ársins árið 2019, þar sem saman fer áhugaverð og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
 
Í ár bárust félaginu 13 tillögur og af þeim þrettán tillögum valdi félagið fimm mannvirki til að skoða betur. Eitt af þeim mun svo hljóta Steinsteypuverðlaunin 2019.
 
Við valið var haft að leiðarljósi að mannvirkið:
  • Sýni steinsteypu á áberandi hátt.
  • Sé framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna, gæði steinsteypu og handverks.
  • Búi yfir frumleika og endurspegli þekkingu í meðferð og notkun steinsteypu. Gæði og áferð steinsteypu vega þungt í mati.
  • Auðgi umhverfið, inniberi gæði, glæsileik og nytsemi og sýni augljósan metnað í samhengi við umhverfi sitt.
  • Sé byggt á síðustu fimm árum og í notkun.
Viðurkenningin verður veitt mannvirkinu og þeim aðilum sem að því standa, svo sem verkkaupa, hönnuðum og framkvæmdaaðilum.
 
Mannvirkin sem koma til greina til að hljóta Steinsteypuverðlaunin 2019 eru:

​
Ástjarnarkirkja - Safnaðarheimili
​

Við hönnun byggingarinnar var lögð áhersla á að skapa kirkju sem er látlaus, án tilgerðar, hlý og aðgengileg. Innan kirkjunnar finnur fólk til hlýju og öryggis og kirkjan er vé frá áreiti samfélagsins og þar getur fólk fundið sinn frið og innri styrk. Reiknað er með að fullbyggt fái húsið stærra kirkjuskip sem leggst upp að safnaðarheimilinu að sunnanverðu.

Byggingin hjúfrar sig inn í hraunbreiðuna og saman mynda bygging og landslag skjólsælt, vistlegt og bjóðandi umhverfi. Bygging og landslag renna saman þar sem lita- og efnisval byggingar spretta úr hrauninu. Byggingin myndar landslag og í hraunið myndast geometrísk form og garðrými sem tilheyra formmyndun byggingarinnar. Byggingin tekur þátt í annars konar samtali við hraunið með því að mynda skarpar andstæður.
 
Steinsteypa er megin byggingarefni safnaðarheimilisins og fær steypan notið sín sem yfirborðsefni bæði innan húss og utan. Langar steinsteyptar veggskífur og bitar ramma inn aðkomuleiðir og glugga fleti.
 Efniskennd og áferð steinsteypunnar er dregin fram og undirstrikuð annars vegar með samspili við formaða álklæðningu og hins vegar viðarklæðningu.

Byggingin er einangruð að utan og er veðrunarkápa með sjónsteypuáferð staðsteypt utan hluta hússins. 
​
Picture
Picture
​Arkitektar: ARKÍS Arkitektar, Björn Guðbrandsson arkitekt FAÍ
Verkfræðiráðgjafar: TÓV, Lumex, Lota, Efla, Blikksmiðurinn
Verktaki: SÞ verktakar
Eigandi/verkkaupi: Ástjarnarsókn
Staðsetning: Hafnarfjörður

​
Bláa Lónið Resort, Hótel og Heilsulind, áhersla á mynsturvegg

Ný heilsulind og hótel sem rís vestan við fyrirliggjandi byggingar. Nýja heilsulindin tengir eldra lón við nýtt. Byggingin liggur djúpt í hrauninu sem leyfir hraunveggjunum að forma útlínur nýja lónsins og innveggi heilsulindarinnar. Í norðurenda rís nýr veitingastaður yfir allar byggingar um kring með útsýni yfir allt svæðið. Vestan við heilsulindina er svo 62 svíta lúxushótel sem er umlukið nýju lóni. Tvær álmur hótelsins koma saman í lobbíi sem tengir saman hótel og heilsulind auka eldri bygginga.

Í lobbí nýs hótels við Bláa lónið er einstakur veggur. Veggur þessi er einstakur fyrir margra hluta sakir. Var það alltaf vilji verkkaupa og hönnuða að gera eitthvað einstakt, og endurspeglaðist sá vilji í því að veggurinn var óskilgreindur í útboðsgögnum verksins, að öðru leyti en að hann átti að vera steinsteyptur. Hugmyndin var því frá upphafi að vinna að útfærslu veggsins með verktakanum sem hreppa myndi verkið.

Hönnunarútfærslan sem endað var á var mjög krefjandi í framkvæmd. Að endingu var það sjónsteyptur veggur með mynstri, bogadreginn, litaður, án steypuskila í 7,5 metra hámarkshæð. Þetta er allt í eðli sínu krefjandi upptalning, en það var einnig ákveðið að steypa vegginn án kónagata. Sem í eðli sínu þýðir engin binding á milli mótabyrða.

Lausnin sem notuð var til að framkalla mynstrið sem birtist á sýnilegu hlið veggsins var sú að kaupa að utan mottur sem mótin voru klædd með og reyndist sú lausn vel. Steypan var sérblönduð í samráði við steypuframleiðanda og verklag við niðurlögn sérútfært af verktaka. Það sem var mest krefjandi var sú ósk verkkaupa að hafa vegginn kónlausan. Hugsa þurfti því uppsláttinn sem einhliða mót beggja vegna frá. Lausnin sem var notuð var að reisa stálbita upp að mótum þar sem kónaraðir hefðu verið annars og stinga þeim bitum svo í sérsmíðaða stálskó sem gengu undir mótin og gáfu þeim viðspyrnu í botninn. Að ofan voru þeir svo spengdir á sama hátt. Stífað var í veggi og plötur eftir því sem aðstæður leyfðu.
​ 
Picture
Picture
Verktaki: JÁVERK
Arkitektar: Basalt
Upplifunarhönnun: Design Group Italia
Innanhúss hönun: Basalt og Design Group Italia
Lýsingarhönnun: Liska
Verkfræðihönnun: EFLA
Eftirlit: Verkfræðistofa Suðurnesja

​
Brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar

Árið 2017 voru vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar gerð mislæg. Framkvæmdin er hluti af tvöföldun Reykjanesbrautar á þessu umferðarþunga svæði, og hefur það markmið að bæta umferðarflæði og umferðaröryggi. Vegamótabrúin er steinsteypt, og rúmar 2 akreinar í hvora átt, bæði á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi.

Brúin er slakbent bogabrú í einu 30m hafi með stoðveggjum til endanna. Undir brúnni er upplifunin eins og verið væri í stórri hvelfingu. Stoðveggirnir eru bognir í plani og halla 30° út frá lóðréttu. Þannig myndast einnig hvelfing utan við brúna báðum megin, til samsvörunar við hraunið í umhverfinu.

Veghlið efsta hluta stoðveggjanna er formuð sem steypt vegrið. Sjónsteypa er í öllu yfirborði mannvirkisins.
​
Allir mótafletir undirganganna að undanskildum undirstöðum bogans eru hallandi og eða kúptir. Stærð mótaflata er 2000 m3, járnbending 90 tonn, og steypa 700 m3, þar af 500 m3 af sjálfútleggjandi steypu. 
​
Picture
Picture
Verkkaupi: Vegagerðin
Verkfræðihönnun: EFLA hf
Arkitektar: Studio Granda
Landslagsarkitektar: Landslag
Framkvæmdaaðili: Loftorka, Suðurverk og Skrauta
Framkvæmdatími: 2017
Tekið í notkun í desember 2017 

​
Búrfellsstöð II – Stoðveggur úr vistvænni steypu

Sumarið 2018 gangsetti Landsvirkjun nýja vatnsaflsstöð, sem ber heitið Búrfellsstöð II. Stöðin var reist neðanjarðar, í Sámstaðaklifi, rúmum tveimur kílómetrum frá Búrfellsstöð sem hefur verið í rekstri í fimmtíu ár. Með hlýnun jarðar hefur innrennsli úr jöklum á Þjórsár- og Tungnársvæðinu aukist til muna og var svo komið að Búrfellsstöð náði ekki að nýta að fullu rennslið og runnu árlega framhjá stöðinni um 410 GWst af orku. Með tilkomu hinnar nýju stöðvar fæst bætt nýting á rennsli Þjórsár um svæðið, sem er í anda hlutverks Landsvirkjunar að hámarka nýtingu þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir.

Búrfellsstöð II var hönnuð sem neðanjarðarmannvirki og var nýtt það miðlunarlón og flutningskerfi sem fyrir var. Með því hélst röskun á umhverfi með nýjum sýnilegum mannvirkjum í lágmarki. Stöðin er staðsett 300 metra inn í Sámsstaðaklifi og er uppsett afl hennar 100 MW. Einn hverfill er í stöðinni en gert er ráð fyrir í hönnun að síðar verði hægt að stækka stöðina.
 
Stoðveggur við aðkomumunna
Aðkoma að stöðinni er um gangamunna í Sámstaðaklifi. Frá aðkomumunnanum er steyptur veggur beggja megin við. Veggurinn liggur út með munnanum austanverðum þar sem hæðin er meir en að vestanverðu nær veggurinn styttra út en við tekur landmótun þannig að landið opnar sig út frá munnanum. Stoðveggurinn tekur þannig á móti þeim mikla landhalla sem er við munnann og skermir sárið í berginu.
 
Val á vistvænni steypu
Í samráði við sérfræðinga úr framkvæmdaeftirliti Landsvirkjunar og hönnuði stöðvarinnar var ákveðið að reisa stoðvegginn við aðkomugangamunnann úr vistvænni steypu. Samið var við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um að þróa og hanna vistvæna steypu sem hefði lægra kolefnisspor en hefðbundin steinsteypa. Var þessi veggur valinn fyrir það verkefni þar sem hann er áberandi veggur utandyra, sem mun með tímanum geta staðið sem rannsóknarverkefni við að meta hversu vel steypan reynist þola umhverfi og veðráttu. 
​
Picture
Picture
Staðsetning: Sámstaðaklif, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Verkkaupi og eigandi: Landsvirkjun
Framkvæmdarár: 2018

Hönnun byggingamannvirkja: Verkís
Arkitekt: VA arkitektar

Framkvæmdaaðili: Byggingarverktaki ÍAV Marti Búrfell
Framkvæmdaeftirlit: Mannvit

Hönnuður vistvænu steypu: Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Framleiðandi steypu: BM Vallá

Steypumagn vistvænnar steypu: 195 m3 

​
Guðlaug við Langasand á Akranesi

Guðlaug er steinsteypt mannvirki staðsett í brimvarnargarði Jaðarsbakka sunnan áhorfendastúku við Langasand. Guðlaug þjónar fjórþættu hlutverki sem birtist í þremur hæðum þess og tröppum. Þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug, sturtur og tæknirými. Á fyrstu hæð er grunn vaðlaug. Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á milli bakkans og sandfjörunnar.

Meginform mannvirkisins er sporaskja með 3600 mm langás og 2300 mm skammás. Útsýnispallur efstu hæðar er sneið úr sporöskjunni en laugar þar fyrir neðan eru heilar sporöskjur Mannvirkið var steinsteypt í einingum að hluta til og í steypumót á staðnum. Almennt er yfirborð sjónsteypa úr mótum klæddum bandsöguðum lóðréttum tréborðum. Innri fletir í laugum eru steyptir í slétt krossviðarmót og sléttslípaðir. Mannvirkið er grundað með steyptum sökkli niður í burðarhæft jarðlag. Yfirborð steypu er almennt grófslípað, holufyllt og sílanborið. 
​
Picture
Picture
Arkitekt: Basalt arkitektar
Burðarvirki, lagnir og raflagnir: Mannvit
Sjóvörn: Vegagerðin
Framkvæmdaraðili: Ístak
Framkvæmd hófst í september árið 2017 og lauk í nóvember árið 2018. Mannvirkið var tekið í notkun formlega 8. desember 2018.
 
Steypuframleiðandi: Steypustöðin
0 Comments
<<Previous

    Eldri fréttir

    January 2021
    December 2020
    November 2020
    September 2020
    February 2020
    May 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    February 2018
    December 2017
    May 2016
    April 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    April 2015
    February 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013

    RSS Feed