18.11. | Haustfundur um mannvirkjajarðfræði

Kæru félagar

stjórn félagsins minnir á haustfund um mannvirkjajarðfræði, sem haldinn verður föstudaginn næstkomandi, 18. nóvember. Auk Steinsteypufélagsins eru það Jarðfræðafélag Íslands, Jarðtæknifélag Íslands, Jarðgangafélag Íslands og ISCOLD sem bjóða til þessa sameiginlega haustfundar í Grósku, Bjargargötu 1 í Vatnsmýrinni.

Boðið verður upp á fjölbreytta og fróðlega dagskrá milli klukkan 9.00 og 16.00, sem endar með léttum veitingum og spjalli frá 16.00 til 18.00.

Þema fundarins verður mannvirkjajarðfræði og verða erindi upplýsandi frekar en mjög fræðileg. Um 20 erindi auk veggspjalda verða kynnt. Sjá drög að dagskrá í meðfylgjandi auglýsingu.

Félagsfólk er hvatt til að senda inn veggspjöld og ágrip.
Skráning fer fram á heimasíðu jarðfræðafélag Íslands, (sjá meðfylgjandi auglýsingu) eða hér.

  • Almennt gjald – 15.000 krónur
  • Ellilífeyrisþegar – 5.000 krónur
  • Nemendur – 3.000 krónur

Kær kveðja, stjórnin

 

Deila á samfélagsmiðlum: