A Concrete Week 11.-15. ágúst 2014  – Ágrip (e. Abstract) skilafrestur 1.apríl 

Dagana 11. – 15. ágúst nk. verða haldnar þrjár alþjóðlegar steypuráðstefnur í Hörpunni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og samstarfsaðila. Vikan, sem ber nafnið „A CONCRETE WEEK“, hefst á mánudegi með námskeiðahaldi á vegum Nordic Concrete Federation og Nordic Rheology Society. Á miðvikudeginum 13. ágúst hefst ráðstefnuhaldið svo formlega með sameiginlegri setningu ráðstefnanna þriggja í Eldborgarsal Hörpu en þær eru:

XXII Nordic Concrete Research Symposium 
Ráðstefna þessi er samvinnuverkefni Steinsteypufélaganna á Norðurlöndum og er haldin árlega í einu Norðurlandanna.

The 23rd Nordic Rheology Conference
Ráðstefnan er haldinn á vegum Norræna flotfræðisambandsins (Nordic Rheology Society) en hún var síðast haldin á Íslandi árið 2009.

ECO-CRETE, International Symposium on Sustainability
Ráðstefnan er sú fyrsta í sinni röð og er haldin í samvinnu við RILEM.

Steinsteypufélagið hvetur alla íslenska fræði- og áhugamenn um steypu til að senda inn greinar á ráðstefnuna til að kynna íslensk steypufræði og framkvæmdir fyrir erlendum gestum ráðstefnunnar en lokafrestur til að skila inn ágripi (e. Abstract) á XXII Nordic Concrete Research Symposium og ECO-CRETE Iceland 2014 er núna næstkomandi þriðjudag, 1.apríl 2014

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar www.rheo.is

Deila á samfélagsmiðlum: