Ævintýri í Abu Dhabi

Steinsteypufélag Íslands vekur athygli á þætti um umhverfisvæna steinsteypu í opinni dagskrá á Stöð 2 kl. 19:20-19:55 í kvöld. 

Í þættinum Ævintýri í Abu Dhabi er Ólafi Wallevik, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fylgt eftir til Abu Dhabi á heimsráðstefnu um vistvæna orku árið 2012. Þar setti Ólafur og teymi hans heimsmet þegar hann ásamt fyrirtækinu Abu Dhabi Readymix framleiddi og sýndi umhverfisvænustu steypu í heimi (þ.e. steypu með heimsins minnsta kolefnisspor.) Keppikeflið er að lækka kolefnislosun steypu sem er gríðarlega mikilvægt þar sem steypa er mest framleidda efni á jörðinni af mannavöldum. Umhverfisvæna steypan sem fjallað er um hefur vakið heimsathygli og nú vinnur Ólafur ásamt kínverskum embættismönnum að því spennandi verkefni að steypan verði notuð í hinum gríðarstóra byggingariðnaði Kína. 

Eins og áður sagði er þátturinn á opinni dagskrá á stöð 2 í kvöld – einnig er hægt að horfa á opna dagskrá Stöðvar 2 hér á vísi.is



 
Mynd tekin af heimasíðu forseti.is
Deila á samfélagsmiðlum: