ÁHUGAVERÐIR VIÐBURÐIR FRAMUNDAN

Framundan eru ýmsir áhugaverðir viðburðir fyrir steypuáhugafólk

Þar má fyrst nefna morgunfund félagsins um nýjungar í possolönum og íaukum en fjallað verður um calcincated clay og VPI Volcanic Pozzolan Iceland. 
Vinsamlegast athugið að áður auglýst tímasetning hefur breyst en fundurinn verður mánudaginn 23. maí kl. 9.00-10.30.
Fundurinn verið rafrænn í gegn um TEAMS, hér má nálgast hlekk á fundinn.

Aðalfundur félagsins verður 19. maí hjá Eflu. Fundurinn verður auglýstur sérstaklega með dagskrá.

Að lokum má nefna að dagana 16.-19. ágúst verður norræn steinsteypuráðstefna í Stokkhólmi, sjá: https://ncr.betongforeningen.se/.
Búast má við mörgum áhugaverðum erindum og fjölda þátttakenda víðs vegar af Norðurlöndum þannig að enginn verður svikinn af því að sækja þessa ráðstefnu.

Við vonumst til að sjá sem flesta á fjarfundinum og aðalfundinum.

Kveðja, stjórnin

Deila á samfélagsmiðlum: