Dagskrá Steinsteypudags er metnaðarfull, að vanda. Bryddað er upp á þeirri nýjung að þessu sinni að vera með pallborð að loknum erindum í stað hefðbundinna fyrirspurna og býður það upp á fjörlegar umræður. Einnig verða nemendaviðurkenningar og Steinsteypuverðlaunin verða afhent. Boðið verður upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni.
Ekki missa af þessum viðburði, en þetta verður í 36. sinn sem Steinsteypudagurinn verður.
Fyrirhugað er að halda ráðstefnuna á Grand hótel, venju samkvæmt. Verði af boðuðu verkfalli Eflingar verður látið vita af breyttri staðsetningu en gerðar hafa verið ráðstafanir til að flytja ráðstefnuna í annan sal.