Skráning hér: steinsteypufelag@steinsteypufelag.is
Steinsteypufélag Íslands heldur morgunfund þann 6. maí næstkomandi þar sem fjallað verður um fjaðurstuðul steinsteypu. Dagskrá hefst kl. 9:00 og lýkur kl.11:40. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík. Nánari upplýsingar á næstu dögum.
Skráning hér: steinsteypufelag@steinsteypufelag.is
0 Comments
HönnunarMars fór fram í sjötta sinn dagana 27.-30.mars síðastliðinn. Hönnunarmars spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu skref. Á Hönnunarmars í ár voru gefin út fjögur ný frímerki í fimmtu seríu af hönnunarfrímerkjum (arkitektúr). Það er skemmst frá því að segja að tvö mannvirki sem hlotið hafa Steinsteypuverðlaunin fengu sín eigin frímerki á Hönnunarmars í ár. Eitt þessara frímerkja ber mynd af Sundlauginni á Hofsósi sem hlaut Steinsteypuverðlaunin 2011: Hitt frímerkið ber mynd af göngubrúnni yfir Hringbraut sem hlaut Steinsteypuverðlaunin 2010: Það er því spurning hvort endurgerð Nýja Bíós verði ekki komið á frímerki á næsta ári?
|
|