Endilega nýtið ykkur hann og komið ábendingum um verðug mannvirki til félagsins á netfangið steinsteypufelag@steinsteypufelag.is
Stjórnin.
Frestur til að skila inn ábendingum um mannvirki fyrir Steinsteypuverðlaunin árið 2023 hefur verið framlengdur til föstudagsins 13. janúar 2023.
Endilega nýtið ykkur hann og komið ábendingum um verðug mannvirki til félagsins á netfangið steinsteypufelag@steinsteypufelag.is Stjórnin.
0 Comments
Nýtt efni á YOUTUBE rás félagsins - endilega skráið ykkur í áskrift
Í byrjun nóvember var fjarfundur um alkalivikni í steinsteypu. Tveir frummælendur voru á fundinum. Børge Johannes Wigum fjallaði um nýja byggingarreglugerð og RILEM prófanir og Guðbjartur Jón Einarsson sagði frá áhugaverðum niðurstöðum úr veðrunarstöð. Þetta eru mjög fróðleg erindi og við hvetjum ykkur að horfa á þau. Steinsteypudagur 10. febrúar 2023 - Sigmál Undirbúningur fyrir næsta Sigmál og Steinsteypudag 2023 er í fullum gangi. Félagar eru hvattir til að senda inn tillögur að greinum og/eða erindum. Þetta má senda á netfang félagsins, steinsteypufelag@steinsteypufelag.is, eða beint á þá sem eru í stjórn. Steinsteypudagur verður 10. febrúar, takið daginn frá! ESCN Samtök Steinsteypufélaga í Evrópu – Leið til sjálfbærari bygginga! Þann 14. febrúar n.k. verður næsta webinar ESCN. Þema þess fundar er: "Binders and concrete for the next decade". Við minnum á fundi ESCN haustið 2021 en Sigriður Ósk Bjarnadóttir var með erindi og Børge J. Wigum var fundarstjóri. Aðrar fréttir Í öðrum fréttum, þá var haustfundur um mannvirkjajarðfræði, sem haldinn var í samstarfi fimm félaga, fjölsóttur og vel heppnaður. Ágrip erinda og veggspjalda eru aðgengileg á heimasíðu Steinsteypufélagsins. Kær kveðja, stjórnin Föstudaginn 18. nóvember 2022 var haldinn sameiginlegur haustfundur um mannvirkjajarðfræði. Að fundinum stóðu fimm félög:
Hér má nálgast rafrænt ágripahefti fundarins. Kæru félagar
stjórn félagsins minnir á haustfund um mannvirkjajarðfræði, sem haldinn verður föstudaginn næstkomandi, 18. nóvember. Auk Steinsteypufélagsins eru það Jarðfræðafélag Íslands, Jarðtæknifélag Íslands, Jarðgangafélag Íslands og ISCOLD sem bjóða til þessa sameiginlega haustfundar í Grósku, Bjargargötu 1 í Vatnsmýrinni. Boðið verður upp á fjölbreytta og fróðlega dagskrá milli klukkan 9.00 og 16.00, sem endar með léttum veitingum og spjalli frá 16.00 til 18.00. Þema fundarins verður mannvirkjajarðfræði og verða erindi upplýsandi frekar en mjög fræðileg. Um 20 erindi auk veggspjalda verða kynnt. Sjá drög að dagskrá í meðfylgjandi auglýsingu. Félagsfólk er hvatt til að senda inn veggspjöld og ágrip. Skráning fer fram á heimasíðu jarðfræðafélag Íslands, (sjá meðfylgjandi auglýsingu) eða hér.
Kær kveðja, stjórnin haustfundur_2022_auglýsing.pdf haustfundur_18_nov_2022_dagskrá_.pdf Kæru félagar,
Stjórn félagsins minnir á morgunfund um alkalímál miðvikudaginn næstkomandi, 9.11. kl. 9.00-10.30 Dagskrá:
Hlekkur á fundinn er hér. Stjórnin minnir líka á næstu tvo viðburði og hvetur félagsfólk til að taka daginn frá fyrir þá:
Kveðja, stjórnin. Frá sænskum félögum okkar - ath tímamismuninn, fundurinn er kl. 11-12.30 að íslenskum tíma
Inbjudan till webbinarium ”Klimatförbättrad betong för dricksvattenanläggningar” den 26 oktober kl 13-14.30 Författarna och initiativtagarna till denna nya SVU-rapport bjuder in till ett webbinarium för att diskutera tolkning och tillämpning av resultaten. Webbinariet vänder sig främst till VA-organisationer men även andra aktörer i leveranskedjan är välkomna: betongleverantörer, entreprenörer, konsulter etc. Programmet består av ett antal korta presentationer följt av en längre frågestund. Du anmäler dig till webbinariet på denna länk: Anmälan I bekräftelsen finns en länk till webbinariet. Obs! Lägg in mötet i din kalender och spara länken, ingen annan länk kommer att skickas ut innan webbinariet. Program
Stjórn félagsins hefur verið að skipuleggja starf vetrarins. Búið er að ákveða tvo viðburði:
Dagskrá þessara viðburða verður auglýst nánar þegar nær dregur en við biðjum ykkur að taka tímann frá. Stjórnin. Kæru félagar,
Við minnum á aðalfund félagsins á fimmtudaginn kemur, 19. maí kl. 17.00 hjá Eflu. Við minnum jafnframt á fjarfund félagsins mánudaginn 23. maí kl. 9.00-10.30 um nýjungar í possolönum og íaukum en fjallað verður um calcincated clay og VPI Volcanic Pozzolan Iceland. Hér má nálgast hlekk á fundinn. kv, stjórnin |
|