Steinsteypudagurinn 2015 verður haldinn á Grand hótel föstudaginn 20. febrúar 2015 klukkan 8.30 - 17.00
Boðið er upp á þétta og góða dagskrá með öflugum fyrirlesurum og tekið á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum þessa dagana.
Nýjung í ár er að það verður happdrætti fyrir fundamenn í lok dags. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, gjafabréf sem gilda fyrir tvo í gistingu í eina nótt með morgunverði á Íslandshótel - en Íslandshótel rekur 14 hótel vítt og breitt um landið. Sjá heimasíðu Íslandshótel.
Dagskrá
08:30 Skráning og kaffisopi - Básar til sýnis
09:00 Setning - Ólafur H. Wallevik, varaformaður Steinsteypufélags Íslands
Gæði
09:10 Nýsköpun í steinsteypu - Ólafur H. Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands & HR
09:30 Gæðastjórnunarkerfi við mannvirkjagerð - Ferdinand Hansen, Samtök Iðnaðarins
09:50 Framkvæmdir við steypt mannvirki ÍST EN13670
10:10 Fagurfræði sjónsteypu og gæðafrávik - Ævar Harðarson, Arkitekt FAÍ
10:30 Kaffihlé
Fræði & Bruni
10:50 Watertight Concrete Construction - Mike Lewis, SIKA
11:30 Áhrif brunaferla á hitaþróun í steinsteypu - Atli Rútur Þorsteinsson, Efla
11:50 Steypa eftir bruna - Guðmundur Gunnarsson, Mannvirkjastofnun
12:10 Hádegismatur
Framkvæmdir
13:10 Ástandskönnun á norskri sprautusteypu – Gísli Guðmundsson, Mannvit
13:30 Brýr á næsta leiti - Guðmundur Valur Gunnarsson, Vegagerðin
13:50 Gröftur Vaðlaheiðarganga, óvæntar áskoranir – Einar Hrafn Hjálmarsson, ÍAV
14:10 Norðfjarðargöng: Gangagröftur og helstu vandamál - Birgir Jónsson, Hnit
14:30 Kaffihlé
Umhverfið, Nemendur & Steinsteypuverðlaunin
14:50 Fallegasta mannvirki á Íslandi: Elliðaárstöð, líkræða - Stefán Pálsson, Sagnfræðingur
15:10 Vindmyllur við Búrfell, reynsla og næstu skref – Margrét Arnardóttir, Landsvirkjun
15:30 Nemendakynningar & Nemendaverðlaun - Nemendur kynna verkefni sem hljóta nemendaverðlaun Steinsteypufélags Íslands í ár
16:00 Steinsteypuverðlaun afhent - Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Mannvit
16:20 Happdrætti & Ráðstefnulok - Ólafur H. Wallevik, varaformaður Steinsteypufélags Íslands
Léttar veitingar í ráðstefnulok
Skráning á steinsteypufelag@steinsteypufelag.is fyrir 18.febrúar
Heill dagur: 17.000 kr. með hádegisverði (14.000 án hádegisverðar)
Hálfur dagur: 9.500 kr. án hádegisverðar
Nemagjald: Frítt með hádegisverði, hámark 40 nemendur*
Básar: 45.000 kr. Innifalin ein skráning með hádegisverði
*Aalborg Portland, Norcem og Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða nemendum upp á mat á Steinsteypudaginn í ár
Dagskrá Steinsteypudagsins 2015 til útprentunar