Steinsteypudagurinn og Sigmál, fréttabréf félagsins

– Lumar þú á grein eða fyrirlestri?

Steinsteypudagurinn verður haldinn þann 5.nóvember næstkomandi á Grand Hótel. Steinsteypufélag Íslands verður 50 ára þann 11. desember og mun því áherslan verða á fortíð, nútíð og framtíð og má eiga von á hátíðardagskrá að þessu tilefni. Sigmál, fréttabréf félagsins mun koma út núna í lok október, fyrir Steinsteypudaginn eins og venjan er. 

Vel gengur að safna fyrirlesurum og greinum og er von á spennandi dagskrá og góðu fréttabréfi að venju. 

Vildum við að þessu sinni senda línu á félagsmennn og almennt steinsteypuáhugafólk og athuga hvort einhver lumi á góðum greinum í Sigmál eða fyrirlestrum sem það langar að leggja til. 

Áhugasamir geta sent tölvupóst á [email protected]

Dagskrá og efni í blaðið verður tilbúið um miðja næstu viku.  

Kær kveðja, 
Stjórn Steinsteypufélags Íslands

Deila á samfélagsmiðlum: