Við valið verður haft að leiðarljósi að mannvirkið:
- − sýni steinsteypu á áberandi hátt
- − sé framúrskarandi vegna arkitektúrs, verkfræðilegra lausna, gæði steinsteypu og handverks
- − búi yfir frumleika og endurspegli þekkingu í meðferð og notkun steinsteypu
- − auðgi umhverfið, inniberi gæði, glæsileik og nytsemi og sýni augljósan metnað í samhengi við
umhverfi sitt
Viðurkenningin verður veitt mannvirkinu og þeim aðilum sem að því standa, svo sem verkkaupa, hönnuðum og framkvæmdaaðilum. Hún verður afhent á Steinsteypudegi í febrúar 2015.
Sjá nánari upplýsingar með því að smella á myndina hér að neðan.