Steinsteypuverðlaunin og Nemendaviðurkenningar

Kæru félagar!
 

Steinsteypuverðlaunin

Stjórn Steinsteypufélagsins minnir á Steinsteypuverðlaunin 2019. Óskað er eftir því að ábendingar berist félaginu fyrir 20. janúar 2019. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu félagsins. Tillögur skulu sendast á netfang félagsins: [email protected]
 

Nemendaviðurkenningar

Viðurkenning til námsmanna sem klárað hafa lokaverkefni á sviði steinsteypu.

Steinsteypufélag Íslands veitir árlega viðurkenningar til námsmanna, sem hafa klárað lokaverkefni sín í tækniskóla eða í háskóla. Áskilið er að verkefnið fjalli um grunnrannsóknir á steinsteypu eða tengt notkun steinsteypu, sem a.m.k. að hluta til eru úr íslenskum efnum eða ætluð til notkunar við íslenskar aðstæður.
 
Nú höfum við fengið til liðs við okkur við okkur verkfræðistofurnar Eflu, Hnit og Mannvit og munu þær koma að nemendaviðurkenningunum með Steinsteypufélaginu.

Umsóknum skal skilað fyrir 1. febrúar ár hvert, til Steinsteypufélags Íslands, á tölvupósti til [email protected]. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Í umsókn skal m.a. koma fram nafn umsækjanda, heiti verkefnis ásamt ítarlegri lýsingu, heiti stofnunar sem verkefnið var unnið við og nafn/nöfn leiðbeinanda.
 
Með bestu kveðju, 
Stjórn Steinsteypufélags Íslands

Deila á samfélagsmiðlum: