Skýrla stjórnar 2010-2011
Námskeið í niðurlögn og meðhöndlun steypu
Steinsteypufélagið auglýsti námskeið í meðhöndlun og niðurlögn steypu á haustmánuðum 2010 í samvinnu við Iðuna og fleiri starfsmenntafélög en aukin fræðsla og þjálfun um þessi atriði er á meðal þeirra atriða sem stjórnin hefur lagt áherslu á. Skemmst er frá því að segja að fresta þurfti námskeiðinu vegna dræmrar þátttöku. Er þetta í annað sinn sem fresta hefur þurft námskeiði um þetta efni.
Námskeið um viðhald fasteigna
Í nóvember 2010 var í boði námskeið sem sneri að mikilvægi reglubundins viðhalds fasteigna og var það haldið í samvinnu Steinsteypufélagsins, Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands og Íbúðalánasjóðs. Á fundinum voru almennir húseig- endur og fagaðilar innan byggingariðnaðarins á Suðurlandi. Hátt í 250 einstaklingar mættu á Grand Hótel í Reykjavík til að hlýða á erindi um þak- og veggklæðningar, glugga, steypuskemmdir, raflagnir, raka og myglu svo fátt eitt sé nefnt.
Fréttabréf
Félagið gaf út fréttabréf sitt í upphafi árs 2011, eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Efni blaðsins var bæði lýsandi fyrir starfsemi félagsins þetta árið og gaf tóninn fyrir Steinsteypudaginn 2011. Forsíðugrein fréttabréfsins var til þess fallin að vekja upp umræður um vinnubrögð við niðurlögn og meðhöndlun steypu en hvatinn að henni var sá takmarkaði áhugi sem sýndur hefur verið á námskeiðum félagsins um þetta efni. Einnig voru áhugaverðar greinar um viðhaldsmál og norrænt samstarf auk greina um nýjungar á markaði og rannsóknir innan greinarinnar o.fl. Auglýsingum var safnað og stóðu þær undir útgáfu blaðsins.
Steinsteypudagur 2011
Steinsteypudagur 2011 var haldinn að þessu sinni þann 18. febrúar og mættu tæplega 100 manns. Fyrirkomulag fundarins var með svipuðu sniði og árið áður, fyrirlestrar voru birtir á vef félagsins til að halda kostnaði í lágmarki.
Að venju var dagskráin fjölbreyt og má kannski segja að hún hafi á köflum verið í beittari kantinum. Um rannsóknir og þróun fjölluðu þeir Ólafur H. Wallevik, Kai Westphal, Þórður I. Kristjánsson og Ari Sigfússon, umfjöllunarefni þeirra voru rýrnun, hvað er að gerast í nágrannalöndum okkar, loftlaus frostþolin steinsteypa og múrframleiðsla. Næsti hluti fundarins var um steypuskemmdir og viðhald. Þar voru fyrirlesarar þeir Gísli Guðmundsson, Guðni Jónsson, Indriði Níelsson og Ragnar Ómarsson og sögðu þeir frá yfirborðsþéttingu steypu undir malbik, klór- og kolsýruskemmdum í bílastæðahúsum, uppsteypugöllum og skoðun fasteigna.
Í fyrri hluti síðdegishlutans var fjallað um hönnun og framkvæmdir. Þar mættu þeir Einar Einarsson, Gísli Pálsson og Guð- mundur Þorsteinsson, Birgir Teitsson og Sigríður Sigþórsdóttir. Greindu þau frá hinum ýmsu andlitum steinsteypunnar, Náttúrufræðihúsinu, Snæfellsstofu og Sundlauginni á Hofsósi.
Síðasti hluti Steinsteypudagsins 2011 fjallaði um gæðamál í byggingariðnaði.
Þar mættu þeir Magnús Sædal, Hafsteinn Pálsson og Sigurður Helgi Guðjónsson og sögðu frá sjónarmiðum byggingarfulltrúa til gæðamála, hlutverki Mannvirkjastofnunar í gæðamálum og gæðahúsum og gallamálum. Þessum hluta lauk með líflegum pallborðsumræðum. Dagskrá Steinsteypudags lauk síðan með afhend- ingu Steinsteypuverðlaunanna 2011. Nánar er sagt frá þeim á öðrum stað í blaðinu.
Norrænt samstarf
Norrænt samstarf var að mestu hefð- bundið á liðnu starfsári. Steinsteypufélagið er aðili að tveimur nefndum, annars vegar er Norræna steypuvísindanefndin (NBFK, Nordisk betongforsningskomite) sem heldur tvo fundi á ári og hins vegar Samband norrænu steinsteypufélaganna (NBF, Nordisk betongforbund) sem heldur einn fund á ári.
Börge J. Wigum og Jón Elvar Wallevik hafa verið fastafulltrúar Steinsteypufélagins í Vísindanefndinni eins og undanfarin ár. Einnig fór Eyþór Þórhallsson, HR, á vegum félagsins á fund í Olsó sem var ætlaður þeim sem sinna kennslu í steypufræðum á háskólastigi. Ólafur Wallevik sótti einnig þann fund.
Hvorki framkvæmdastjóri né formaður sóttu norræna fundi á erlendri grundu á þessu ári í sparnaðarskyni. Hins vegar funduðu báðar nefndirnar á Íslandi í byrjun maí og var fjölsótt á þá fundi af hálfu Steinsteypufélagsins.
Skipan stjórnar
Á aðalfundi félagsins s. l. vor gengu þeir Gylfi M. Einarson og Jón Möller úr stjórn og komu Kai Westphal og Benedikt Jónsson í þeirra stað en aðrar breytingar urðu ekki á stjórn. Eru Gylfa og Jóni þökkuð óeigingjörn störf þeirra.
Að lokum
Stjórn félagsins hefur fjallað um fleiri atriði en hér hafa verið tilgreind en ekki hefur unnist tími til að sinna þeim sem skildi. Þar má einna helst nefna verklýsingar fyrir múr og steinsteypu. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu vakandi. Framkvæmdastjóri félagsins fundaði með félagi múrara um gæðamál, hvatinn að þeim fundi var erindi hans á Steinsteypudegi og tengd grein í fréttabréfi félagsins. Þetta fundarefni er nátengt vinnu við verklýsingar.
f.h. Steinsteypufélagsins Þorbjörg Hólmgeirsdóttir
Steinsteypufélagið auglýsti námskeið í meðhöndlun og niðurlögn steypu á haustmánuðum 2010 í samvinnu við Iðuna og fleiri starfsmenntafélög en aukin fræðsla og þjálfun um þessi atriði er á meðal þeirra atriða sem stjórnin hefur lagt áherslu á. Skemmst er frá því að segja að fresta þurfti námskeiðinu vegna dræmrar þátttöku. Er þetta í annað sinn sem fresta hefur þurft námskeiði um þetta efni.
Námskeið um viðhald fasteigna
Í nóvember 2010 var í boði námskeið sem sneri að mikilvægi reglubundins viðhalds fasteigna og var það haldið í samvinnu Steinsteypufélagsins, Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands og Íbúðalánasjóðs. Á fundinum voru almennir húseig- endur og fagaðilar innan byggingariðnaðarins á Suðurlandi. Hátt í 250 einstaklingar mættu á Grand Hótel í Reykjavík til að hlýða á erindi um þak- og veggklæðningar, glugga, steypuskemmdir, raflagnir, raka og myglu svo fátt eitt sé nefnt.
Fréttabréf
Félagið gaf út fréttabréf sitt í upphafi árs 2011, eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Efni blaðsins var bæði lýsandi fyrir starfsemi félagsins þetta árið og gaf tóninn fyrir Steinsteypudaginn 2011. Forsíðugrein fréttabréfsins var til þess fallin að vekja upp umræður um vinnubrögð við niðurlögn og meðhöndlun steypu en hvatinn að henni var sá takmarkaði áhugi sem sýndur hefur verið á námskeiðum félagsins um þetta efni. Einnig voru áhugaverðar greinar um viðhaldsmál og norrænt samstarf auk greina um nýjungar á markaði og rannsóknir innan greinarinnar o.fl. Auglýsingum var safnað og stóðu þær undir útgáfu blaðsins.
Steinsteypudagur 2011
Steinsteypudagur 2011 var haldinn að þessu sinni þann 18. febrúar og mættu tæplega 100 manns. Fyrirkomulag fundarins var með svipuðu sniði og árið áður, fyrirlestrar voru birtir á vef félagsins til að halda kostnaði í lágmarki.
Að venju var dagskráin fjölbreyt og má kannski segja að hún hafi á köflum verið í beittari kantinum. Um rannsóknir og þróun fjölluðu þeir Ólafur H. Wallevik, Kai Westphal, Þórður I. Kristjánsson og Ari Sigfússon, umfjöllunarefni þeirra voru rýrnun, hvað er að gerast í nágrannalöndum okkar, loftlaus frostþolin steinsteypa og múrframleiðsla. Næsti hluti fundarins var um steypuskemmdir og viðhald. Þar voru fyrirlesarar þeir Gísli Guðmundsson, Guðni Jónsson, Indriði Níelsson og Ragnar Ómarsson og sögðu þeir frá yfirborðsþéttingu steypu undir malbik, klór- og kolsýruskemmdum í bílastæðahúsum, uppsteypugöllum og skoðun fasteigna.
Í fyrri hluti síðdegishlutans var fjallað um hönnun og framkvæmdir. Þar mættu þeir Einar Einarsson, Gísli Pálsson og Guð- mundur Þorsteinsson, Birgir Teitsson og Sigríður Sigþórsdóttir. Greindu þau frá hinum ýmsu andlitum steinsteypunnar, Náttúrufræðihúsinu, Snæfellsstofu og Sundlauginni á Hofsósi.
Síðasti hluti Steinsteypudagsins 2011 fjallaði um gæðamál í byggingariðnaði.
Þar mættu þeir Magnús Sædal, Hafsteinn Pálsson og Sigurður Helgi Guðjónsson og sögðu frá sjónarmiðum byggingarfulltrúa til gæðamála, hlutverki Mannvirkjastofnunar í gæðamálum og gæðahúsum og gallamálum. Þessum hluta lauk með líflegum pallborðsumræðum. Dagskrá Steinsteypudags lauk síðan með afhend- ingu Steinsteypuverðlaunanna 2011. Nánar er sagt frá þeim á öðrum stað í blaðinu.
Norrænt samstarf
Norrænt samstarf var að mestu hefð- bundið á liðnu starfsári. Steinsteypufélagið er aðili að tveimur nefndum, annars vegar er Norræna steypuvísindanefndin (NBFK, Nordisk betongforsningskomite) sem heldur tvo fundi á ári og hins vegar Samband norrænu steinsteypufélaganna (NBF, Nordisk betongforbund) sem heldur einn fund á ári.
Börge J. Wigum og Jón Elvar Wallevik hafa verið fastafulltrúar Steinsteypufélagins í Vísindanefndinni eins og undanfarin ár. Einnig fór Eyþór Þórhallsson, HR, á vegum félagsins á fund í Olsó sem var ætlaður þeim sem sinna kennslu í steypufræðum á háskólastigi. Ólafur Wallevik sótti einnig þann fund.
Hvorki framkvæmdastjóri né formaður sóttu norræna fundi á erlendri grundu á þessu ári í sparnaðarskyni. Hins vegar funduðu báðar nefndirnar á Íslandi í byrjun maí og var fjölsótt á þá fundi af hálfu Steinsteypufélagsins.
Skipan stjórnar
Á aðalfundi félagsins s. l. vor gengu þeir Gylfi M. Einarson og Jón Möller úr stjórn og komu Kai Westphal og Benedikt Jónsson í þeirra stað en aðrar breytingar urðu ekki á stjórn. Eru Gylfa og Jóni þökkuð óeigingjörn störf þeirra.
Að lokum
Stjórn félagsins hefur fjallað um fleiri atriði en hér hafa verið tilgreind en ekki hefur unnist tími til að sinna þeim sem skildi. Þar má einna helst nefna verklýsingar fyrir múr og steinsteypu. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu vakandi. Framkvæmdastjóri félagsins fundaði með félagi múrara um gæðamál, hvatinn að þeim fundi var erindi hans á Steinsteypudegi og tengd grein í fréttabréfi félagsins. Þetta fundarefni er nátengt vinnu við verklýsingar.
f.h. Steinsteypufélagsins Þorbjörg Hólmgeirsdóttir