Steinsteypufélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Steinsteypudagurinn
    • Steinsteypudagur 2020
    • Steinsteypudagur 2019
    • Steinsteypudagur 2018
    • Steinsteypudagur 2017
    • Steinsteypudagur 2016
    • Steinsteypudagur 2015
    • Steinsteypudagur 2014
    • Steinsteypudagur 2013
    • Steinsteypudagur 2012
    • Steinsteypudagur 2011
    • Steinsteypudagur 2010
    • Steinsteypudagur 2009
    • Steinsteypudagur 2008
    • Steinsteypudagur 2007
    • Steinsteypudagur 2006
    • Steinsteypudagur 2005
    • Steinsteypudagur 2004
    • Steinsteypudagur 2003
    • Steinsteypudagur 2002
  • Fréttabréf
  • Steinsteypuverðlaunin
    • Steinsteypuverðlaunin 2019
    • Steinsteypuverðlaunin 2015
    • Steinsteypuverðlaunin 2013
    • Steinsteypuverðlaunin 2011
    • Steinsteypuverðlaunin 2010
  • Nemendaviðurkenningar
  • Um félagið
    • Stjórn félagsins
    • Lög félagsins
    • Stofnfundur félagsins
    • Heiðursfélagar
  • Tenglar
  • Styrktarmeðlimir
  • Gerast félagi

Steinsteypudagur 2008

Steinsteypudaginn 2008 sem haldinn var 22.febrúar var með nokkru öðru sniði en undanfarin ár því dagskráin var mun fjölbreyttari og höfðaði til fleiri. Dagskránni var einnig skipt niður í þemu þannig að auðveldara væri fyrir fólk að sækja afmarkaða hluta dagsins. Þetta virðist hafa hrifið því metaðsókn var á ráðstefnuna um 160 manns. 

Fyrsta þema dagsins var um ”steypufræði og rannsóknir”. Þar fjallaði Sveinbjörn Sveinbjörnson um trefjar, Hákon Ólafsson um veðrunarþol og Ólafur Wallevik um hágæðasteypu en auk þess fluttu þeir nemendur HR, Helgi Ólafsson, Grettir Haraldsson og Ester Rós Jónsdóttir, sem fengu nemendastyrki Steinsteypufélagsins athylisverð erindi um brúareiningar og járnum með plaststöngum. 
Næsta þemað var ”hönnun” og þar ræddi Björn Marteinsson um umhverfisáraun, endingu og viðhaldsþörf steypu og bar saman Akureyri og Reykjavík. Kristján Arinbjarnar sagði frá hljóðeinangrun í sambýlishúsum, Davíð Snorrason frá brunatilraun í Glasgow og þýskur sérfræðingur Knitcher fjallaði um samtengingar eininga. 
Eftir hádegi var þemað ”framkvæmdir og arkitektúr” og komu þar fyrst Grafton arkitektar frá Írlandi og sögðu frá hönnun og byggingu háskóla í Mílanó. Guðmundur Hallsteinsson deildi reynslu sinni af terrassosteypu, Tryggvi Jónsson upplýsti okkur um Tónlistarhúsið og Halldór Páll Ragnarsson fjallaði um tvær athyglisverðar framkvæmdir í Kauppmannahöfn. Að lokum kom sænski prófessorinn Sven Thelanderson og fræddi viðstadda um skýjakljúfa. 
Það var mál manna að Steinsteypudagurinn hefði verið vel heppnaður að þessu sinni og að verið væri að þróa hann í rétta átt. Í tengslum við daginn var fyrirtækjum boðið upp á að vera með auglýsingabása fyrir framan salinn og þáðu það 3 fyrirtæki að þessu sinni. Mun betri aðstaða er fyrir framan þann sal sem notaður var að þessu sinni fyrir bása. Stefnan er að auka fjölda básanna í framtíðinni og miða dagskrána að einhverju leyti við það. 

Dagskrá 2008